Samninganefndir Evrópusambandsins og Breta hafa náð sam­komu­lagi um viðskipta­samn­ing vegna út­göngu Breta úr ESB, Brexit . Til­kynnt var um þetta laust á þriðja tímanum og verða haldnir fréttamannafundir vegna málsins síðar í dag, þar sem samningurinn verður kynntur formlega.

Samkvæmt heimildum breskra fjölmiðla felur samkomulagið meðal annars í sér að engir tollar eða innflutningskvótar verða á vöruviðskiptum milli Evrópusambandslanda og Bretlands.

Fjögur ár eru síðan Bretar kusu að ganga úr Evrópambandinu og frestur til að ganga frá samningi átti að renna út um áramótin.