Landsvirkjun hefur undirritað raforkusölusamning við United Silicon hf. um að útvega rafmagn fyrir kísilmálmverksmiðju sem United Silicon áformar að reisa í Helguvík á Suðvesturlandi. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi á fyrri helmingi ársins 2016 og noti 35 MW af afli.

Við erum mjög ánægð að ná auknum fjölbreytileika í viðskiptamannahóp okkar og bjóðum United Silicon og kísilmálmiðnaðinn velkominn í viðskipti. Við erum viss um að kísilmálmiðnaður muni dafna á Íslandi til langs tíma þar sem raforka er unnin úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Aðstæður henta vel til að orkufrekur iðnaður geti hér náð samkeppnisforskoti í Evrópu og á alþjóðlega vísu, “ sagði Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar í tilkynningu. „ Við horfum björtum augum til langtíma samstarfs með United Silicon, sem hefur unnið faglega og ötullega að þessum áfanga, samhliða því að þeir undirbúa og hefja rekstur og þróa áfram möguleika hans.

Samningurinn er gerður með fyrirvörum sem þurfa að vera uppfylltir fyrir maí mánuð. Ráðgert er að uppbygging í Helguvík vegna verkefnisins hefjist í sumar.