Samið hefur verið um byggingu tveggja einkarekinna heilsugæslustöðva í Bíldshöfða og Urðarhvarfi. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

Haft er eftir Gunnlaugi Sigurjónssyni, stjórnarformanni heilsugæslunnar Höfða, í greinninni, að þetta séu stórtíðindi í íslenskum heilbrigðismálum.

Sjúkratryggingar Íslands hafa nú samið um rekstur tveggja slíkra stöðva á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar útboðs Ríkiskaupa. Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er ekki algengar, en nú þegar eru til að mynda heilsugæslustöðvarnar í Lágmúla og Salastöðin einkareknar.

Telur þetta ekki hættulega þróun

Telur Gunnalaugur þetta ekki hættulega þróun og vísar meðal annars til að þetta sé sú leið sem frændur okkar á Norðurlöndunum hafa farið. Tekur hann einnig fram í greininni að stöðvarnar skipuleggi sig eftir þörfum sjúklinga og séu því ekki fastar í ramma ríkisins.

Stöðvarnar munu ekki koma til með að verða dýrara að mati Gunnlaugs og tekur hann fram að þetta sé opinbera kerfið. Tekið er fram að frá áramótum sé verið að umbylta fjármögnun varðandi heilsugæslur — að það muni fylgja fólki, óháð því hverjir veita þjónustuna.