Náðst hafa samningur um veiðar íslenskra skipa í rússneskri lögsögu árið 2017. Alls koma 8.121 tonn af þorski í rússneskri lögsögu í hlut Íslands en þar af eru 5.075 tonn sem úrhlutað er beint. Meðaflaheimild í ýsu nemur samtals 711 tonnum. Meðaflaheimild í öðrum tegundum er líkt og áður 30% af aflaheimildum í þorski að frádregnum 711 tonnum af ýsu. Þetta kemur fram á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Eftir er að semja um verð og meðaflaheimildir  vegna 3.046 tonna sem íslenskar útgerðir hafa rétt til að kaupa af Rússum. Rússar lýstu jafnframt yfir vilja til að endurskoða forsendur samningsins.

Á fundi fiskveiðinefnda Íslands og Rússlands um samstarf á sviði sjávarútvegsmála ræddu ríkin um frekara samstarf á sviði sjávarútvegsmála á fjölþjóðlegum vettvangi þar sem áherslur og hagsmunir ríkjanna tveggja fara iðulega saman. Að loknum fundinum lýstu báðir aðilar yfir ánægju með viðræðurnar og mikilvægi þeirra í tvíhliða samskiptum ríkjanna.