Vegagerðin hefur tekið tilboði Eimskips um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs 2012 - 2014. Tilboðið, við seinni opnun, hljóðaði upp á 681 milljón króna.

Frá þessu er greint á vef Vegagerðarinnar en gengið verður frá samningi þessa efnis í næstu viku.

Siglingar Herjólfs verða því óbreyttar í höndum Eimskips til 1. júní 2014. Áætlaður verktakakostnaður nam um 832 milljónum króna og var tilboð Eimskips því um 18 prósentum undir því.