Framkvæmdastjóri NFL- deildarinnar, Roger Goodell, staðfesti í dag að náðst hafi samkomulag við samfélagsmiðilinn Twitter um útsendingar á leikjum deildarinnar.

Önnur fyrirtæki á borð við Verizon, Yahoo og Amazon höfðu einnig freist þess að ná samningnum um útsendingaréttinn, en úr varð að samkoulag náðist við Twitter. Facebook hafði áður dregið sig útúr samningaviðræðunum.

Twitter mun birta útsendingar frá leikjunum frítt um allan heim.