Ómar Valdimarsson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Samkaupa. Ómar hefur starfað hjá félaginu frá árinu 1996 og sinnt ýmsum störfum fyrir það á þeim tíma. Fyrst sem verslunarstjóri í verslun félagsins á Ísafirði, síðar starfi fjármálastjóra og síðast áður en hann tók við framkvæmdastjórn var hann formaður stjórnar félagsins.

Nýr formaður stjórnar Samkaupa er Jón Sigurðsson, en Jón sat í stjórn félagsins fram undir lok ársins 2003 og um tíma var hann formaður stjórnar þess. Jón þekkir því félagið og starfsemi þess mjög vel.

Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

Þar kemur fram að Guðjón Stefánsson hefur látið af störfum kaupfélagsstjóra Kaupfélags Suðurnesja og hefur stjórn Kaupfélagsins ráðið Ómar í starf kaupfélagsstjóra sem hann mun sinna samhliða starfi framkvæmdastjóra Samkaupa.

Þá kemur einnig fram að Falur Jóhann Harðarson hefur tekið við starfi starfsmannastjóra Samkaupa.