*

laugardagur, 20. júlí 2019
Innlent 8. mars 2016 15:12

Samkeppni um skipulag á Heklureit

Hekla óskaði eftir stærra plássi undir starfsemi sína við Laugaveg, en ekki var hægt að verða við því. Hekla mun því flytja starfsemi sína.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Farið verður í samkeppni um skipulag svæðisins þar sem Hekla er nú með bílaumboð sitt. Þetta segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, í samtali við Viðskiptablaðið.

Hann segir að Hekla hafi óskað eftir stærra plássi undir starfsemi sína við Laugaveg, en ekki hafi verið hægt að verða við því. Nú stefni allt í að Hekla flytji í Mjóddina en við Laugaveg verði byggt upp svæði íbúða, verslana og að hugsanlega verði þar byggt hótel

Stikkorð: Hekla