Samkeppniseftirlitið í Danmörku hefur nú gefið grænt ljós á stofnun félagsins Morgendistribution Danmark og er þar með Nyhedsavisen klárt í dagblaðastríðið, segir í frétt Børsen.

?Við erum ánægð með að Samkeppniseftirlitið hafi samþykkt Morgendistribution Danmark, það þýðir að nú getum við loksins afhent Dönum fríblöð með morgunkaffinu," sagði Per Friis stjórnandi fyrirtækisins.

Samkeppniseftirlitið þurfti að samþykkja eignarhald Morgendistribution Danmark, þar sem hið ríkisrekna fyrirtæki Post Danmark er eignaraðili í fyrirtækinu ásamt 365 Media Scandinavia, dótturfélags Dagsbrúnar. Morgendistribution Danmark mun ekki dreifa öðrum blöðum en Nyhedsavisen.