Samkeppniseftirlit Evrópusambandsins rannsakar nú auglýsingastarfsemi Google. Félagið er grunað um að mismuna keppinautum sínum í leitarvél sinni og að koma í veg fyrir að ákveðnar heimasíður noti auglýsingar keppinauta Google.

Bloomberg segir frá málinu í dag. Meðal þeirra sem hafa kvartað er Microsoft en þeir halda úti leitarvélinni Bing.

Samkeppniseftirlitið hefur heimild til þess að sekta félög sem brjóta gegn samkeppnislögum. Má sektin nema allt að 10% af tekjum félags.