Í apríl barst Samkeppniseftirlitinu erindi frá Tax Free á Íslandi um meinta misnotkun Global Refund á Íslandi á markaðsráðandi stöðu samkvæmt samkeppnislögum.

Markaður málsins er endurgreiðsla á virðisaukaskatti til ferðamanna sem eru búsettir erlendis.

Samkeppniseftirlitið telur að Global Refund sé ekki í markaðsráðandi stöðu á umræddum markaði og því sé ekki um að ræða misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Ekki er frekar aðhafst í þessu máli.

Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins.