Starfsmenn Samkeppniseftirlitsins eru staddir í húsakynnum VISA Íslands þessa stundina, þar sem þeir hafa lagt hald á tölvutæk gögn og skjöl. Leifur Steinn Elísson, aðstoðarframkvæmdastjóri fyrirtækisins, segist telja að stofnunin sé einungis að sinna lögbundinni eftirlitsskyldu sinni. ?Okkur hafa ekki verið borin á brýn nein brot á samkeppnislögum,? segir hann í samtali við Viðskiptablaðið.

Starfsmenn stofnunarinnar mættu í höfuðstöðvar VISA um kl. 9 í morgun með húsleitarheimild sem Héraðsdómur Reykjavíkur gaf út í gær. Í úrskurðinum stendur að heimildin ?nái til leitar og haldlagningar á munum og gögnum í húsnæði og læstum hirslum og til þess að taka afrit gagna sem geymd eru á tölvutæku formi,? segir Leifur Steinn.

?Ég hef svosem ekki fylgst með þessu í smáatriðum, en það er a.m.k. búið að koma inn til mín og taka afrit af tölvunni og leggja hald á einhver 4-5 skjöl. En ég veit ekki hvað liggur að baki, annað en að þeir séu að sinna eftirlitsskyldu sinni,? segir hann og ítrekar að fyrirtækinu hafi ekki verið borin á brýn nein brot á lögum.