Samkeppniseftirlitið sér ekki ástæðu til að aðhafast vegna kaupa Atorku Group, í gegnum Björgun ehf., á öllu hlutafé verktakafyrirtækisins Sæþóri, að því er fram kemur í frétt frá Samkeppniseftirlitinu. Þar segir að ekki hafi komið fram önnur atriði sem benda til þess að samruninn geti raskað samkeppninni.

?Með bréfi, dags. 30. nóvember 2006, var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um kaup Björgunar ehf. á öllu hlutafé Sæþórs ehf. Að mati Samkeppniseftirlitsins felur kaupsamningurinn í sér samruna í skilningi 4. og 17. gr. samkeppnislaga og fellur samruninn undir samrunaeftirlit 17. gr. laganna, þar sem veltuskilyrði eru uppfyllt,? segir í fréttinni.