Samkeppniseftirlitið sættir sig ekki við dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Langasjávar, móðurfélags Síldar og fisks og Matfugls, sem féll í dag. Þar var stofnunin dæmd til að greiða fyrirtækjunum þrjár milljónir króna í málskostnað ásamt því að fella úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá í fyrra sem fól í sér að fyrirtækin þrjú þurftu að greiða stjórnvaldssekt upp á 80 milljónir króna vegna brota á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið ætlar að áfrýjað dóminum til Hæstaréttar.

Í stuttu máli snérist dómsniðurstaðan um það að Samkeppniseftirlitinu hafi ekki verið heimilt að leggja sekt á Langasjó. Eðlilegra hefði verið að leggja hana á dótturfélögin.

Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu kemur fram að það er ósammála lagatúlkun og forsendum héraðsdóms þar sem staðfest hafi verið að rétt hafi verið að leggja sekt á Langasjó vegna brotanna. Síld og fiskur og Matfugl eru 100% í eigu Langasjávar og það því móðurfélag þeirra. Í samkeppnisrétti er að öllu jöfnu litið á móður- og dótturfélag sem er alfarið í eigu þess sem eitt og sama fyrirtækið. Samkeppniseftirlitið er því ósammála lagatúlkun og forsendum héraðsdóms og ætlar því að skjóta málinu til Hæstaréttar.