Stór hluti starfsmanna Samkeppniseftirlitsins fór á ráðstefnu í Marokkó undir lok apríl. Makar starfsmanna fóru með. Samkeppnsieftirlitið greiddi ferðina auk þess sem safnað hafði verið í starfsmannasjóð. Makar starfsmanna greiddu sjálfir fyrir ferðina.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag og minnisblað frá eftirlitinu. Þar segir að ráðstefnan hafi verið á vegum International Competition Network, alþjóðlegra samtaka samkeppnisyfirvalda, í Marokkó 24.-26. apríl. Í minnisblaðinu segir að 2,5 milljónir króna hafi verið lagðar í ferðina af fjármunum sem Samkeppniseftirlitið hafi áætlað til símenntuna og erlends samstarfs á rekstraráætlun. Til viðbótar hafi starfsmannafélagið lagt til 1,3 milljónir króna.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir ferðina hafa verið farna í því skyni að efla liðsheild og auka þekkingu starfsmanna. Ekki hafi verið um árshátíðarferð að ræða.