*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Innlent 11. júní 2015 14:21

Samkeppniseftirlitið heimilaði kaup Bjarna Ármannssonar

Fullyrðingar Bjarna Ákasonar um að nafni hans hefði ekki reynt að kaupa Skakkaturn stangast á við ákvörðun SKE.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Sjávarsýn ehf., félag í eigu Bjarna Ármanssonar, reyndi að kaupa Skakkaturn ehf., umboðsaðila Apple á Íslandi, fyrr á þessu ári. Samrunaáætlun var í kjölfarið lögð fyrir Samkeppniseftirlitið sem gaf í kjölfarið út ákvörðun um að ekki væri ástæða til að aðhafast vegna samrunans. 

Viðskiptablaðið greindi frá því í morgun að Bjarni Ármannsson hefði sýnt félaginu áhuga og samningar milli aðila hefðu verið langt komnir. Samningarnir hefðu hins vegar strandað á því að Apple í Bandaríkjunum hefði sett sig upp á móti því að Bjarni keypti. Bjarni Ármannsson hefur ekki viljað tjá sig um málið í samtölum við Viðskiptablaðið.

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins stangast hins vegar á við orð Bjarna Ákasonar, framkvæmdastjóra og annars eigenda Skakkaturns, en hann sagði í samtali við Viðskiptablaðið að nafni hans hefði ekki reynt að kaupa fyrirtækið.

Ekki náðist í Bjarna Ákason við vinnslu þessarar fréttar.

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins má nálgast hér.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is