Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja dagssektir að fjárhæð 1,5 milljónir króna á Seðlabanka Íslands. Dagssektir eru lagðar á vegna þess að bankinn hafnaði beiðni eftirlitsins um að leggja fram upplýsingar um útlán einstakra banka og sparisjóða, að því er fram kemur á heimasíðu Seðlabankans.

Á vef Samkeppniseftirlitsins segir:

„Við vinnslu umræðuskjals nr. 1/2011 , Samkeppni á bankamarkaði , óskaði Samkeppniseftirlitið eftir upplýsingum frá Seðlabanka Íslands um útlán einstakra banka og sparisjóða. Seðlabankinn hafnaði þeirri beiðni. Samkeppniseftirlitið ítrekaði beiðni sína og hefur í framhaldinu tekið ákvörðun um að leggja dagsektir á Seðlabanka Íslands, að fjárhæð 1,5 milljónir króna á dag, til þess að knýja á um gagnaskilin. Þegar umræddar upplýsingar liggja fyrir mun Samkeppniseftirlitið uppfæra umræðuskjalið á heimasíðu sinni. Nánar er fjallað um þetta í ákvörðun nr. 14/2011 .“