Samkepnniseftirlitið hefur ákveðið að taka til athugunar hvort farið hafi verið að samkeppnislögum eða markmiðum þeirra við útboð og innkaup á vegum Landspítalans. Í bréfi Samkeppniseftirlitsins til Landspítala og Ríkiskaupa kemur fram að eftirlitinu barst erindi frá Logalandi ehf, þar sem óskað er eftir því að hafin verði rannsókn á meintri samkeppnishamlandi háttsemi Landspítala í tengslum við innkaup spítalans.

Í tengslum við athugunina hefur eftirlitið m.a. krafið Spítalann um öll gögn vegna innkaupa undir útboðsskyldu fyrir árin 2011 og 2012.