Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Kristins ehf. á öllum hlutum í Korputorgi ehf. Kristinn ehf. á eignarhluti í fyrirtækjum á borð við Ísfélagi Vestmannaeyja, Kvos ehf., ÍSAM ehf. og Árvakri. Fyrirtækið Kristins ehf. er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur.

Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins kemur meðal annars fram; „Starfa þessi fyrirtæki á ýmsum sviðum atvinnulífsins en þó ekki á þeim markaði sem Korputorg starfar á. Korputorg er fasteignafélag sem á og rekur samnefnda fasteign sem er 45.550 fermetrar að stærð. Áformað er að hluti af Korputorgi verði nýtt undir starfsemi ÍSAM ehf. sem er einn stærsti birgir á dagvörumarkaði.“

Að mati Samkeppniseftirlitsins hindrar samruninn ekki virka samkeppni og leiðir ekki til myndunar markaðsráðandi stöðu.