Samkeppniseftirlitið hefur veitt viðskiptabönkum, sparisjóðum, lífeyrissjóðum og Íbúðalánasjóði heimild til að samræma greiðsluerfiðleikaúrræði vegna einstaklinga með fasteignaveðlán. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að forsendur séu til þess að veita heimild til samstarfs þessara aðila þar sem samningarnir séu til verulegs hagræðis fyrir skuldara og jafnvel kröfuhafa eins og á stendur. Í þessu sambandi hafi haft þýðingu að samningarnir séu uppsegjanlegir og tímabundnir og hindri ekki keppinauta í að beita frekari úrræðum viðskiptavinum til hagsbóta

Í ákvörðuninni mælir Samkeppniseftirlitið fyrir um sérstaka upplýsingagjöf til þess um viðskiptaskilmála þeirra sem eru aðilar að samkomulaginu.