Samkeppnisyfirvöld í Búlgaríu hafa ákveðið að sekta búlgarska símafyrirtækið Bulgarian Telecommunications Company (BTC) um 153 þúsund evrur (14,2 milljónir króna) fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína.

Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur tryggt sér kaupréttinn að 65% hlut í BTC, sem er stærsta símafyrirtæki Búlgaríu.

Samkeppnisyfirvöld segjast hafa ákveðið að sekta BTC vegna þess að fyrirtækið hafi vísvitandi komið í veg fyrir að keppinautar fyrirtækisins fái aðgang að grunnkerfi BTC og þar með komið í veg fyrir að önnur síma- og fjarskipafyrirtæki landinu geti þróað starfsemi sína.

BTC hefur möguleika á að áfrýja ákvörðun samkeppnisyfirvalda í Búlgaríu.