Samkeppnisyfirvöld í Danmörku munu rannsaka dreifingarfyrirtæki Post Danmark og 365 Media Scandinavia, samkvæmt fréttum í dönskum fjölmiðlun.

Fyrirtækið var stofnað til þess að sjá um dreifingu væntanlegs fríblaðs á vegum dótturfélags Dagsbrúnar. 365 Media Scandinavia er með 51% eignarhlut í dreifingarfyrirtækinu og Post Danmark 49%.

Samkeppnisyfirvöld ákváðu að rannsaka fyrirtækið eftir að hafa verið sagt að nýja dreifingarfyrirtækið myndi ekki dreifa öðru væntanlegu fríblaði, sem verður gefið út af útgáfufélagi Politiken og Jótlandspóstsins.

Talsmaður danskra samkeppnisyfirvalda, Kim Sparlund, sagði að ekki væri um brot á samkeppnislögum að ræða ef starfsemi nýja dreifingarfyrirtækisins væri sjálfstæð og óhað annarri starfsemi Post Danmark.

Sparlund sagði að ákvörðun yrði tekin eftir að nýja drefingarfyrirtækið hefur starfsemi og að ekki væri hægt að vega og meta stöðuna fyrr.