Samningamenn demókrata og repúblíkanar hafa komist að samkomulagi um hækkun skuldaþaksins og lækkun ríkisútgjalda. Þetta hefur ABC fréttastofan eftir heimildarmönnum í Washington.

Samkomulagið felur í sér hækkun skuldaþakins um 2.400 milljarða dala og samsvarandi niðurskurð á næstu 10 árum.

Samkomulagið verður kynnt þingmönnum í fulltrúadeildinni síðar í dag. Spurningin er sú hvort næst nægilega víðtækur stuðningur við það svo hægt sé að koma því í gegnum báðar deildir þingsins.