Stjórnarskrárnefnd hefur náð saman um tillögur að breytingum á stjórnarskránni, en samkomulagið verður líklega kynnt á föstudag. RÚV greindi fyrst frá þessu í hádegisfréttum sínum.

Samkomulagið felur í sér að 15% atkvæðisbærra mann geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög sem Alþingi samþykkir; Auðlindir séu í eigu þjóðarinnar og eðlilegt gjald komi fyri rnýtingu þeirra; náttúran sé á allra ábyrgð og að gengi sé um hana með sjálfbærum hætti.