Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt að hækka skuldaþakið. Þetta var samþykkt i gær. Atkvæði í fulltrúadeildinni fóru 221 á móti 201, en einungis 28 Repúblikanar voru á meðal þeirra sem samþykktu.

Embættismenn í Bandaríkjunum höfðu sagt að skuldir Bandaríkjanna myndu ná skuldaþakinu í lok febrúar. Forsetaembættið hafði varað við því að ef ríkissjóður færi í þrot þá myndi það hafa í för með sér mikla ógæfu.