Náðst hefur rammasakomulag milli fulltrúa Landssamtaka lífeyrissjóða og skilanefndar Landsbankans um fullnaðaruppgjör svokallaðra gjaldmiðlaskiptasamninga. Allt frá bankahruninu haustið 2008 hafa átt sér stað viðræður milli fulltrúa þrettán lífeyrissjóða og skilanefndar Landsbankans um stöðu framvirkra gjaldmiðlavarnarsamninga sjóðanna við bankann og forsendur fyrir mögulegri sátt um uppgjör þeirra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssamtökum lífeyrissjóða. Niðurstaða samkomulagsins er að mest í samræmi við stöðu samninganna í ársreikningum lífeyrissjóðanna og mun því ekki hafa áhrif á tryggingafræðilega stöðu þeirra, segir í tilkynningunni.

Í kjölfar samkomulagsins verður hægt að ljúka uppgjöri milli Landsbanka Íslands hf. og einstakra lífeyrissjóða.