Samkomulag hefur náðst á milli slitastjórnar Sparisjóðsins í Keflavík og SpKef sparisjóðs um uppgjör vegna yfirtöku SpKef sparisjóðs á innstæðum og rekstri Sparisjóðsins í Keflavík. Samkomulag var undirritað sl. föstudag.

„Samkvæmt samkomulaginu greiðir Spkef sparisjóður samtals kr. 300 milljónir til Sparisjóðsins í Keflavík vegna yfirtöku á innstæðum, eignum og rekstri sparisjóðsins.   Með samkomulaginu skapast forsendur til þess að ljúka fjármögnun sparisjóðsins, en nýr efnahagsreikningur sparisjóðsins mun tryggja fjárhagslega stöðu hans í samræmi við kröfur Fjármálaeftirlits og Seðlabanka Íslands,“ segir í tilkynningu.