Bandarísk og kínversk yfirvöld hafa samið um að Bandaríkin láti af frekari tollahækkunum á kínverskar vörur í skiptum fyrir eftirgjöf Kínverja í nokkrum málum, meðal annars kaup þeirra á bandarískum landbúnaðarafurðum.

Í frétt Financial Times um málið er samkomulagið sagt líklegt til að róa alþjóðlega markaði – sem hafi haft talsverðar áhyggjur af vaxandi spennu í samskiptum stórveldanna.

Donald Trump bandaríkjaforseti kallaði samkomulagið „veigamikið fyrsta skref“ frekari samninga. Hann hefur staðið í ströngu nýverið í deilum við stjórnarandstöðu Demókrata, sem hafið hafa málaferli (e. impeachment) gegn honum í neðri deild þingsins.

Þótt hlé verði gert á álagningu nýrra tolla felur samkomulagið ekki í sér neina niðurfellingu þeirra tolla sem þegar hafa verið lagðir á frá því deilan hófst snemma á síðsta ári.