*

mánudagur, 26. október 2020
Erlent 12. október 2019 17:01

Samkomulag um hlé á tollastríðinu

Hlé verður gert á frekari tollahækkunum gegn eftirgjöf Kína í öðrum málum. Engir tollar verða þó felldir niður.

Ritstjórn
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína. Haft var eftir Trump að samkomulagið væri „veigamikið fyrsta skref“.
epa

Bandarísk og kínversk yfirvöld hafa samið um að Bandaríkin láti af frekari tollahækkunum á kínverskar vörur í skiptum fyrir eftirgjöf Kínverja í nokkrum málum, meðal annars kaup þeirra á bandarískum landbúnaðarafurðum.

Í frétt Financial Times um málið er samkomulagið sagt líklegt til að róa alþjóðlega markaði – sem hafi haft talsverðar áhyggjur af vaxandi spennu í samskiptum stórveldanna.

Donald Trump bandaríkjaforseti kallaði samkomulagið „veigamikið fyrsta skref“ frekari samninga. Hann hefur staðið í ströngu nýverið í deilum við stjórnarandstöðu Demókrata, sem hafið hafa málaferli (e. impeachment) gegn honum í neðri deild þingsins.

Þótt hlé verði gert á álagningu nýrra tolla felur samkomulagið ekki í sér neina niðurfellingu þeirra tolla sem þegar hafa verið lagðir á frá því deilan hófst snemma á síðsta ári.

Stikkorð: Donald Trump Xi Jinping