Samkomulag hefur náðst milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi um þinglok, segir fréttastofa RÚV .

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í tíufréttum Sjónvarps í gær að það væri gleðiefni að tekist hafi að færa fjármagn til svo mögulegt verði að greiða út desemberuppbót til atvinnuleitenda.

Á þessari stundu hefur ekki verið greint frá því hvenær þingstörfum mun ljúka fyrir jól.