*

miðvikudagur, 24. júlí 2019
Innlent 21. nóvember 2016 17:26

Samkomulag um tryggingasamninga fellur úr gildi

Samkomulag um tryggingasamninga sem Seðlabanki Íslands gerði við erlend tryggingafélög og fela í sér sparnað erlendis er nú fallið úr gildi

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Haustið 2014 gerði Seðlabanki Íslands samkomulag við erlend tryggingafélög um tryggingasamninga sem fela í sér sparnað erlendis sem gerði félögum kleift að viðhalda óbreyttu samningssambandi við viðskiptavini sína hér á landi án þess að það hefði neikvæð áhrif á greiðslujöfnuð Íslands.

Samkomulagið átti að vera í gildi svo lengi sem takmarkanir laga um gjaldeyrismál um gerð slíkra samninga væru enn við líði. Þar sem að nú hefur verið losað um þessar takmarkanir fellur samkoulagið við erlendu tryggingarfélögum úr gildi. Þetta kemur fram í frétt Seðlabanka Íslands.

„Seðlabankinn hefur heimilað erlendu trygginga­félögunum að flytja úr landi innstæður sem þau höfðu byggt upp í Seðlabankanum á grundvelli samkomulagsins, samtals að fjárhæð 13,5 milljónir evra,“ segir að lokum í frétt Seðlabankans.