Efnahags- og viðskiptáðuneytið, Félag atvinnurekenda, fjármálaráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráð Íslands kynna samkomulag um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja á blaðamannafundi í dag. Hefst fundurinn klukkan 15.

Líkt og Viðskiptablaðið hefur greint frá er samkomulagið um hvernig leysa skuli úr skuldavanda 6 þúsund lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Helstu drög hafa legið fyrir í tæpan mánuði. Stefnt er að því að uppstokkun á efnahag þessara fyrirtækja verði lokið fyrir 1. júní á næsta ári, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Samkomulagið nær til fyrirtækja þar sem áframhaldandi rekstur er að mati fjármálafyrirtækja líklegastur til að tryggja best hagsmuni kröfuhafa, starfsmanna og eigenda. Séu þær forsendur ekki fyrir hendi eru fyrirtæki sett í gjaldþrotameðferð.

Verkefnið hefur hlotið nafnið „hraðbrautin“ en það á að vísa til þess að hratt og örugglega verði unnið að endurskipulagningu fyrirtækja.