*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 9. janúar 2018 09:00

Samkrull Bjartrar framtíðar og Viðreisnar

Óformlegt samtal um samstarf í sveitarstjórnarkosningum milli flokkanna þrátt fyrir að BF hafi slitið stjórnarsamstarfinu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Forystumenn innan miðjuflokkanna tveggja Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa átt óformleg samtöl um samstarf í komandi sveitarstjórnarkosningum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri að því er Fréttablaðið greinir frá.

Björt framtíð hefur starfað hefur í meirihlutanum í Reykjavík með vinstri flokkunum og Sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði og Kópavogi, en nú hyggst enginn af sitjandi borgarfulltrúum flokksins gefa kost á sér í borginni á ný. 

Nokkur nöfn eru nefnd til sögunnar í framboðum flokkanna, má þar nefna Nichole Leigh Mosty sem féll út af þingi fyrir Bjarta framtíð í kjölfar þess að flokkurinn sleit stjórnarsamstarfinu við Viðreisn og Sjálfstæðisflokkinn. Í kosningunum sem urðu í kjölfarið tapaði Björt framtíð öllum sínum fjórum þingmönnum og Viðreisn tapaði þremur af sínum sjö. 

Viðreisnarmaðurinn Pawel Bartoszek sem féll af þingi í kjölfar ákvörðunar Bjartrar framtíðar er einn þeirra sem eru nefndir til sögunnar, en auk þeirra er María Rut Kristinsdóttir aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar nefnd sem mögulegt forystuefni.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is