Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun áfram gefa kost á sér sem oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári.

Hefur þú hug á að leiða lista Sjálfstæðisflokksins áfram í borginni?

„Það er auðvitað ekki komið að þessu, en eins og staðan er núna hefur ekkert breyst hjá mér. Ég segi bara að ég er valkostur í þessu og hef ekkert kvikað með það. Það er hins vegar búið að skipta ansi oft um oddvita í borginni, Davíð Oddsson hætti árið 1991 og ég held ég fari rétt með að ég sé áttundi oddvitinn síðan, ég er kominn yfir meðallíftíma oddvitans sem er 3,2 ár. Svo verða bara Sjálfstæðismenn í borginni að ákveða hvort þeir vilja mig áfram sem oddvita eða hvort þeir vilja ekki sammála okkur, fyrir eina fjárhags­ áætlun lögðum við t.d. fram 24 hagræð­ ingartillögur upp á samtals tugi milljóna og þær voru allar felldar.“

Hvað hefur þú heyrt frá fólki varðandi þín störf, bæði gagnrýni og hrós?

„Það fer eftir því við hvern er talað. Ef maður skoðar hliðardálka í blöðunum er kannski tínt til það neikvæða, að ég hafi ekki náð til kjósenda og Reykvíkinga eða eitthvað álíka, það tengist samkvæmisleiknum um hver verður oddviti. En þeir sem tala við mig persónulega og hafa leitað til mín hrósa mér fyrir að ég skili alltaf mínu. Ef einhver hefur samband hef ég samband til baka og fylgi málunum alltaf eftir svo framarlega sem það er hægt, en það fer auðvitað ekki alltaf á síður blaðanna. Allir eiga það þó sameiginlegt að vera hundóánægðir með að við séum í minnihluta, það er ég líka og ábyggilega allir hinir átta oddvitarnir á undan mér. Ég vil vera í meirihluta og ég held að borgarbúar hljóti nú að átta sig á því að það er betra að hafa okkur í meirihluta, þetta er komið ágætt af hinu.“

Erfitt að reka borgarsjóð með tapi í fyrra

Halldór segir að þrátt fyrir að borgarsjóður (A-hluti) hafi skilað 2,6 milljarða króna afgangi árið 2016 sé rekstur borgarinnar ekkert sérstakur. 1,8 milljarðar af þessum afgangi hafi komið til vegna söluhagnaðar eigna, en veltufé frá rekstri dugi ekki einu sinni til að lækka skuldir, sem hafi hækkað um þrjá milljarða á árinu.

„Ég hef ekki heyrt af neinu sveitarfélagi á Íslandi sem var rekið með tapi árið 2016, jafnvel þó að ýmsir erfiðleikar hafi steðjað að úti á landi. Það er bara svo mikil tekjuaukning í samfélaginu og ég held það hefði verið mjög erfitt að reka borgarsjóð með tapi árið 2016,“ segir Halldór. Hann segir að samkvæmt lögum, sem Reykjavíkurborg sé að vísu undanþegin, megi sveitarfélög einungis skulda 150% af tekjum ársins.

„Reykjavíkurborg segir að þessi tala sé í kringum 100% hjá sér en reyndin er sú að þessi tala er 186,7% og Reykjavík er í hópi fimm skuldugustu sveitarfélaga á Íslandi.“

Nánar er fjallað við Halldór í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .