Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Exista, er sagður samlokukóngur sem býr í auðmannahverfi, í umfjöllun breska dagblaðsins Guardian um ákæru sérstaks saksóknara á hendur honum vegna brota á hlutafélagalögum. Brotið fólst í því að Exista greiddi einn milljarð króna fyrir nýtt 50 milljarða króna hlutafé í félaginu undir lok árs 2008 með láni frá Lýsingu, félags í eigu Exista.

Í umfjöllun Guardian segir að Lýður sé stjórnarformaður og einn af stærstu hluthöfum Bakkavarar með bróður sínum Ágústi. Bakkavör er stórt fyrirtæki í breskum smásölugeira. Lýður býr í Belgravia-hverfinu í London. Þetta er eitt af fínni hverfum borgarinnar en þar býr eitt ríkasta fólk landsins.

Blaðið rifjar upp að Lýður var með stærstu eigendum Bakkavarar í gegnum Exista sem hafi verið helsti hluthafi Kaupþings. Á sama tíma voru félög tengd Lýð og Ágústi á meðal helstu viðskiptavina bankans.

Cadogan Place í London
Cadogan Place í London

Húsin í auðmannahverfinu.