Joe Ísland ehf., sem rekur Joe & the Juice á Íslandi, hagnaðist um 68 milljónir króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi félagsins en hagnaðurinn dróst þó saman um 15 milljónir frá fyrra ári. Vörusala félagsins nam 1.124 milljónum króna og jókst um 24% milli ára. Samtals námu tekjur 1.133 milljónum. Rekstrarkostnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) nam 93 milljónum og lækkaði um 13 milljónir milli ára.

Laun og launatengd gjöld námu 396 milljónum og jukust um tæp 36% milli 2016 og 2017. Þá jókst annar rekstrarkostnaður um 30% og var 267 milljónir. Eignir félagsins námu 421 milljón í árslok og jukust um 98 milljónir milli ára. Skuldir námu 218 milljónum og var eiginfjárhlutfall 48% í lok ársins. Samkvæmt skýrslu stjórnar er lagt til að 50 milljóna arður verði greiddur til hluthafa á árinu 2018. Daníel Kári Stefánsson er framkvæmdastjóri félagsins.