Samningafundur Grikklands við hin evruríkin, sem Viðskiptablaðið greindi frá í dag , virðist nú vera í uppnámi. Grikkir ætla ekki að koma með nýjar tillögur um það hvernig megi leysa skuldavanda landsins. Þessu greinir B ørsen frá. Enn ólíklegra virðist því vera að varanleg lausn finnist á skuldavanda Grikklands á fundinum.

Børsen vitnar í frétt gríska dagblaðsins Ekathimerina þar sem segir að 18 evruríkjanna séu tilbúin í hið svokallaða „grexit“, eða útgöngu Grikklands úr evrusamstarfinu. Fjármálaráðherra Finnlands, Alex Stubb, segist ekki leitast eftir því að bjóða Grikkjum skammtímafjármögnun. Fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schäuble, segir að ef samningar takast ekki við Grikki sé enginn möguleiki fyrir evruríkin að koma Grikkjum til hjálpar.

Leiðtogarnir tala hver á móti öðrum um það hvort útganga Grikklands úr evrunni sé raunhæfur möguleiki. Jänis Reirs, fjármálaráðherra Lettlands, segist ekki vera andvígur því að Grikkir gangi úr evrunni. Fjármálaráðherra nágrannalandsins Litháens segir það hins vegar ekki koma til greina.