Samninganefndir Alþýðusambands Íslands (ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) settust niður til fundar um kjarasamninga í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan sex í dag. Fram kom í kvöldfréttum RÚV að boðað hafi verið til fundarins með stuttum fyrirvara. Fréttastofa hafði eftir Gylfa að menn hefðu nálgast hvor annan í vikunni og því talin ástæða til að boða samninganefnd á fund.

RÚV segist hafa heimildir fyrir því að hugmyndir manna gangi út á að draga úr skattalækkunum á fólk í millitekjuþrepi og á móti verði tekjumörk lægstu launa hækkuð. Með því móti stækkar sá hópur sem verður í lægsta skattþrepi en fækkar í millihópi.