Félagsmenn meirihluta félaga innan ASÍ hafa fellt þá kjarasamninga sem gerðir voru við Samtök atvinnulífisns. Á meðal þeirra félaga sem hafa samþykkt samninginn eru VR, Félag bókagerðarmanna, Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri, MATVÍS, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Verkalýðsfélag Suðurlands og Verslunarmannafélag Suðurlands.

Á meðal þeirra félaga sem felldu var Aldan Stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi í Vestmannaeyjum, Félag leiðsögumanna, Framsýn í Þingeyjarsýslu, Rafiðnaðarsamband Íslands, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðsfélag Snæfellinga og VM.

Í sumum félögum samþykkti hluti félagsmanna en hluti felldi samningana. Þetta á til dæmis við um AFL starfsgreinafélag þar sem verkamenn og iðnaðarmenn samþykkja en verslunarmenn fella samninginn. Einnig í Stéttarfélaginu Samstöðu þar sem verkafólk felldi en verslunarmenn samþykktu.