Samningar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) losna á föstudaginn. Um 93% félagsmanna Fíh, eða um 3.200 manns, starfa hjá hinu opinbera, þar af eru 63% starfandi á Landspítalanum.

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh, segir að haldnir hafi verið fjórir samningafundir og var síðast fundur á miðvikudaginn.

Þeir  kjarasamningar sem hafa verið gerðir á almenna markaðnum á  síðustu mánuðum hafa verið til skamms tíma en Guðbjörg segir að umræða um lengd samninga sé ekki hafin hjá Fíh.


„Það er ekkert fest í stein í þeim efnum en það er auðvitað þannig sem allir eru að fara,“ segir hún. „Við getum gert stuttan samning eða langan. Hlutirnir gerast hægt en samtalið er byrjað og það er af hinu góða.“


Næsti samningafundur er fyrirhugaður á næstu dögum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út fimmtudaginn 23. mars. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.