Haustið og veturinn 2009 voru gerðir hluthafasamningar í tengslum við hlutafjáreign í Landsbankanum hf., Íslandsbanka hf. og Arion banka hf., milli íslenska ríkisins annars vegar og gömlu bankanna hins vegar. Á vef fjármálaráðuneytisins er þetta samkomulag nú birt í heild sinni. Áður hafði fjármálaráðherra birt helstu atriði samninganna í skýrslu sem lögð var fyrir Alþingi í mars 2011.

Hlutafjárframlög ríkisins vegna bankanna þriggja nema um 135 milljarða kr., á móti 156 milljörðum .kr. hlutafjárframlagi annarra hluthafa.

Hér að neðan eru tenglar á samningana eins og birt er á heimasíðu fjármálaráðuneytisins:

Á heimasíðu fjármálaráðuneytisins segir að með hluthafasamkomulagi megi koma í veg fyrir deilur milli hluthafa, ákveða hvernig stjórn félags skuli háttað, fjármögnun þess, hvernig nýir hluthafar geti komið að félaginu, takmarkanir á sölu hlutafjár og fleira.