Samningur milli FedEX og hollenska keppunautsins TNT Express eru að ganga í gegn en þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá fyrirtækjunum. FedEx hefur boðið hluthöfum að kaupa hlutinn á 8 evrur sem er 33% hærra en lokaverð á hlutabréfum TNT 2 apríl. BBC segir frá þessu .

FedEx og TNT sjá fram á að samningurinn muni ganga í gegn á fyrri hluta næsta árs. Höfuðstöðvar nýja sameinaða fyrirtækisins í Evrópu munu vera áfram í Hollandi. Tex Gunning, forstjóri TNT, segir að kaup FedEx séu góðar fréttir fyrir alla hagsmunaaðila.

Steven Gibson sagði í viðtali við BBC að sameinað fyrirtæki FedEx og TNT myndi efla til mikillar samkeppni við samkeppnisaðila sína UPS og DHL á Evrópumarkaði sem hingað til hafa trónað tvö á toppnum. Einnig sagði Gibson að sameinað fyrirtæki TNT og Fedex myndi hafa um 17-18% af markaðinum. Athuga skal að skilmálar yfirtökunnar segja til um að ef samkeppnisaðili gerir gagntilboð innan átta vikna sem er að minnsta kosti 8% hærra en núverandi samningur þá verður honum rift.

Hlutabréf í Fedex hækkuðu um 3,7% í morgun og fór hlutabréf TNT upp um 30% í Evrópu.