Klæðning ehf. óskaði í sumar eftir heimild Vegagerðarinnar til skuldskeytingar þannig að verktakafyrirtækið Vélaleiga A.Þ. ehf. tæki yfir lagningu Lyngdalsheiðarvegar með liðstyrk undirverktaka og var gerður viðauki þar að lútandi við verksamning 21. júlí.

Þetta kærði Heflun ehf. og vildi stöðva samningsgerðina á þeirri forsendu að verið væri að gera samning við nýjan verktaka án útboðs.  Kærunefnd útboðsmála hafnaði þessari túlkun í september þar sem um viðauka eða svokallaða skuldaskeytingu hafi verið að ræða en ekki slit á samningi við Klæðningu. Nú í desember var málinu svo vísað frá „enda hafði samningnum ekki verið rift. Því hafi útboðsskylda ekki stofnast."