Samningaviðræður Sítusar ehf. við World Leasure Investment og Eflu Verkfræðistofu um byggingu á hóteli við hlið tónlistarhússins Hörpu eru vel á veg komnar, að sögn Péturs J. Eiríkssonar, stjórnarformanns Sítusar. Sítus er systurfélag Portusar, sem er móðurfélag Hörpu.

„Við stefnum að því að klára samninga fyrir áramót og það er ekkert sem bendir til annars en að það takist,“ segir Pétur. Markmiðið er að hótelið verði opnað árið 2015.