Forystumenn Flóabandalagsins, VR, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Stéttarfélags Akraness undirrituð nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara um kl. 15 í dag. Greint er frá þessu á fréttavef RÚV .

Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að samninganefndir verkalýðsfélaganna og Samtaka Atvinnulífsins hafi horft til þess að nýr kjarasamningur verði ekki verðbólgusamningur. Launahækkanir séu mestar í byrjun samningstímans og vonast hann til þess að fyrirtæki velti þeim ekki út í verðlagið.

Kjarasamningarnir taka svo gildi verði þeir samþykktir í atkvæðagreiðslum meðal félagsmanna.