Afnám hafta er ekki á dagskrá á þessu kjörtímabili þar sem innlend markmið um kaupmátt, atvinnu og lánalækkanir hafa forgang, að því er fram kom í erindi Ásgeirs Jónssonar hagfræðings á aðalfundi Landssamtaka Lífeyrissjóða á dögunum.

Hann sagði nauðsynlegt að semja við þrotabú gömlu bankanna og að slíkir samningar geti verið grundvöllurinn að endurskipulagningu fjármálakerfisins en einnig púðrið sem kollvarpar krónunni og hagkerfinu á nýjanleik.

Lagði Ásgeir áherslu á að íslensku lífeyrissjóðirnir megi vart undir neinum kringumstæðum koma með erlendar eignir heim sama hvað útreikningar segja.