*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 21. október 2014 17:10

Samningar við lækna ekki tekist

Næsti fundur verður á fimmtudag hjá ríkissáttasemjara. Lágmarksstarfsemi mun ekki skerðast.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Samningalota samninganefndar ríkisins og Læknafélags Íslands bar ekki árangur í dag. Næst verður fundað á fimmtudag hjá ríkissáttasemjara, að því er fram kemur á fréttavef RÚV. Lágmarksstarfsemi verður þó viðhöfð á öllum stöðum sem verkfallsaðgerðir eru boðaðar á.

Enn stefnir því í boðaðar verkfallsaðgerðir mánudaginn næstkomandi á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og heilbrigðisstofnunum víða og á kvenna-, barna-, og rannsóknarsviði Landspítalans 

Fyrirhugað er að aðgerðir standi til 28. október næstkomandi og þá taki við verkfallsaðgerðir á Lyflækningasviði Landspítalans, Sjúkrahúsinu á Akureyri. Er svo fyrirhugað að Aðgerða- og flæðisvið Landspítala bætist við 3. nóvember og önnur svið síðar.