Alaska Air Group er nálægt því að komast að samkomulagi um kaup á Virgin America. Ef samningar takast gæti verið tilkynnt um kaupin á morgun. The Wall Steet Journal greinir frá þessu.

Búist er við því að Alaska Air borgi allt að 2 milljarða dollara, jafnvirði 245 milljarða króna, fyrir Virgin America. Markaðsvirði síðarnefnda flugvélagsins hefur hækkað mikið eftir að fréttir bárust af samningaviðræðunum, en markaðsvirðið er nú um 1,5 milljarðar dollara. Virgin Group Ltd. og Cyrus Capital Partners LP eiga saman 54% hlut í Virgin America.

Sameinað flugfélag myndi verða fimmta stærsta flugfélagið í Bandaríkjunum þegar litið er á fjölda flugferða. JetBlue er nú í því sæti. Viðskiptablaðið greindi frá því á dögunum að bæði JetBlue og Alaska Air vildu kaupa Virgin.