Samningar Læknafélags Íslands og ríkisins losna 30. apríl. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir í samtali við Viðskiptablaðið að samninganefndirnar séu byrjaðar að funda.

Þorbjörn segir að fyrsti fundurinn hafi verið í síðustu viku og síðan hafi aftur verið fundað á miðvikudaginn. Hann segir að komin sé ákveðin viðræðuáætlun og til að byrja með hyggist menn funda vikulega. Hann segir að Læknafélagið sé búið að móta sína kröfugerð en hann vildi lítið gefa upp um það í hvað dúr hún væri. Þá vildi hann heldur ekki segja hvort læknar vildu skammtíma- eða langtímasamning.

Í byrjun febrúar ræddi Viðskiptablaðið einnig við Þorbjörn en þá sagði hann: „Ég get þó sagt að ég á ekki á von á að læknar búist við 44% launahækkun eins og helstu ráðamenn fengu með úrskurði kjararáðs."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .