Microsoft nálgast samkomulag um kaup á internetsímafyrirtækinu Skype.  Þetta kemur fram i frétt WSJ.

Ef af kaupunum verður yrði þetta stærsta kaup Microsoft frá stofnun, eða í 36 ár.

Wall Street Journal metur samninginn á 8,5 milljarða dala, að meðtöldum skuldum.  Stærsta yfirtaka Microsoft til þessa var á aQuantive árið 2007 sem nam 6 milljörðum dala.

Fyrirtækin neituðu í gærkvöldi að að tjá sig um málið.