6,0% hækkun launavísitölunnar milli september 2009 og 2010 skýrist fyrst og fremst af tveimur samingsbundnum hækkunum samkvæmt almennum kjarasamningum. Þetta segja Samtök atvinnulífsins.

Fyrri hækkunin var 1. nóvember 2009 og hækkuðu þá laun um 3,5% og kauptaxtar verkafólks hækkuðu um 6.750 krónur og iðnaðarmanna um 8.750 krónur.

Þann fyrsta júní síðastliðinn hækkuðu laun almennt um 2,5%. Þá hækkuðu kauptaxtar verkafólks um 6,5% og iðnaðarmanna um 10.500 krónur.

Almennar launahækkanir voru því samtals 6,1% á tímabilinu og hækkanir samningsbundinna kauptaxta voru 8-9%.

Á vef Samtaka atvinnuífsins segir einnig að jákvæð árstíðarsveifla í september hafi einnig áhrif. Það sé vegna þess að bónusar lækkar yfir sumarmánuðina og hækka aftur í september.

Hækkun launavísitölu um 0,3% milli ágúst og september stafi líklega einkum af slíkri árstíðarsveiflu.